Allar vörur sem SS býður upp á eru sannkallaðar sælkeravörur og sóma sér vel á hátíðarborðum um jólin. Hamborgarhryggurinn er bragðmildur og safaríkur og birkireykta hangilærið er löngu sígilt og vel metið á jólaborðum allra landsmanna. Á jólum viljum við njóta þess allra besta og þess vegna velja tugþúsundir Íslendinga SS vörur á jólum. Endilega kynnið ykkur jólaúrvalið frekar með því að smella á hnappana hér fyrir ofan.

Hangikjöt

Helsti hátíðarmatur Íslendinga um aldir hefur verið hangikjöt. Birkireykta hangikjötið frá SS er sígilt og löngu landsþekkt. Það er aðeins framleitt úr fyrsta flokks hráefni sem gerir það mjúkt,safaríkt og hæfilega bragðmikið. Við reykingu á Birkireykta SS hangikjötinu er notað íslenskt birki.

Tindfjallahangikjet er sunnlenskt sælgæti sem hefur unnið til gullverðlauna. Það er pakkað í lofttæmdar umbúðir og sett í sérsaumaðan strigapoka. Það er skemmtilegt lostæti sem borðað er hrátt og hentar sérstaklega vel sem forréttur eða smáréttur.

Tindfjallahangikjet er tilvalið í jólapakkan – já eða til þess að hafa uppi við á aðventu og bjóða gestum og gangandi ljúffengan jólabita.

                                                                               

Hangikjöt eldunarleiðbeiningar: Setjið hangikjötið í kalt vatn (gott að bæta 1-2 msk af sykri í vatnið). Látið suðuna koma upp og sjóðið við vægan hita í 25 mín. pr. kg. Slökkvið undir og látið standa áfram á hellunni í lokuðum potti í 2 klst. Færið kjötið upp úr pottinum og setjið strax í kæli.

Gott meðlæti: Uppstúfur, soðnar kartöflur, grænar baunir og rauðkál.

Uppskrift að uppstúf:
60 gr smjör
60 gr (1 dl) hveiti
u.þ.b. 750 ml mjólk.
1 msk sykur
1 tsk salt
Safi af grænum baunum (má sleppa)
¼ tsk múskat og hvítur pipar á hnífsoddi ef vill.

Bræðið smjörið í potti og hrærið hveitið saman við. Hellið mjólkinni saman við 1-2 dl í senn og hrærið rösklega með písk allt þar til jafningurinn er orðinn hæfilega þunnur. Bæti þá sykri og salti út í og múskati og hvítum pipar ef vill. Gott að bragðbæta með safa af grænum baunum út í en þá er notuð minni mjólk á móti.

Ketkrókur, sá tólfti,
kunni á ýmsu lag.
Hann þrammaði í sveitina
á Þorláksmessudag.
side_bottom_bar

Tindfjallahangikjöt ( Tvíreykt) SS
framleiðir eina tegund af hangikjöti sem
er tvíreykt, þurrkað og þurrsaltað með
sjávarsalti. Það er algjört sælgæti og
ætlað til að borða hrátt.

Söltun á Hangikjöti

1. Elsta aðferðin við söltun er þurrsöltun sem felst í því að salti er stráð yfir kjötið og það saltað með þeim hætti. Þessi aðferð er ónákvæm og tryggir ekki að salt komist jafnt að öllu yfirborði kjötsins og einnig erfitt að stýra saltmagninu. Áður fyrr var bætt fyrir þennan galla í aðferðinni með langri reykingu til að kjötið hefði geymsluþol en það skilar þurri og bragðsterkri vöru.

2. Önnur aðferð er að pækilsalta kjöt en þá er kjötið lagt í saltpækil af ákveðnum styrk sem saltar kjötið utan frá. Gallinn við þessa aðferð eins og þurrsöltun er að hún tryggir ekki jafna söltun inn að beini. Það sjást stundum gráir blettir í kjöti sem er saltað með þessari aðferð sem er vegna þess að saltið hefur ekki náð alla leið.

3. Nýjasta aðferðin hefur fengið það neikvæða heiti “sprautusöltun”. Þá er saltpækli af mældum styrk sprautað inn í kjötið sem tryggir jafna söltun alla leið inn að beini og skilar jafnframt safaríkri vöru. Gallinn við þessa aðferð, ef hún er misnotuð, er að hægt að auka þyngd vörunnar verulega sem leiðir til meiri suðurýrnunar. SS notar þessa aðferð en forðast gallann með því að nota lítinn saltpækil við söltun á kjötinu þannig að þyngdaraukning eftir reykingu er óveruleg og suðurýrnun því lítil ef leiðbeiningum er fylgt. Í samanburði við hangikjöt frá sumum öðrum framleiðendum þá er SS birkireykta hangikjötið safaríkara og bragðmildara og hefur líkað mjög vel m.a. hjá yngra fólki.

Jólaskinkur

Það er einfalt að gera góða hátíðlega máltíð úr skinku og er hún tilvalinn á jólahlaðborðið. Skinka
er saltaður og reyktur beinlaus vöðvi unnin úr svínalæri. Einiberjareykta skinkan er sérvalin skinka sem er mjúklega reykt í einiberjalyngi og er
einstaklega jólaleg og bragðgóð. Þægilegt að skera þær niður í fallegar sneiðar á jólafatið.

SS Einiberjaskinka

 

Eldunarleiðbeiningar:
Einiberjareykt skinka – soðin:
Soðnar skinkur eru oftast bornar fram kaldar og oftast skornar í fallegar þunnar sneiðar og settar á fat. Sumir kjósa þó að setja rasphjúp yfir þær og hita aðeins í ofni þar til hjúpurinn er orðin gylltur. Einnig má hita skinkuna hvort sem er í potti eða ofni og borða þannig.

Sá fjórði, Þvörusleikir,
var afskaplega mjór.
Og ósköp varð hann glaður,
þegar eldabuskan fór.

Hamborgarhryggur

Kjötmeistarar SS leggja sig fram við að velja einungis kjötmestu og fallegustu svínahryggina í SS hamborgarhrygg. SS hefur framleitt hamborgarhryggi í hartnær heila öld og byggir reyking þeirra á gamalli og faglegðri hefð sem fer fram í nútíma tölvustýrðum reykofnum sem tryggja jafna og góða reykingu.


SS hamborgarhryggur

Skyrjarmur, sá áttundi,
var skelfilegt naut.
Hann hlemminn o´n af sánum
með hnefanum braut.

Stekkjastaur kom fyrstur,
stinnur eins og tré.
Hann laumaðist í fjárhúsin
og lék á bóndans fé.

Hamborgarhryggur – eldunarleiðbeiningar:

Í ofni: Hitið ofn í 150°C, setjið hrygginn í ofnskúffu með u.þ.b. 1 lítra af heitu vatni. Eldið í 70 mín pr. kg. Ef soðið klárast bætið við sjóðandi vatni í skúffuna. Sigtið soðið og geymið fyrir sósu.

Í steikarpotti í ofni: Hitið ofninn í 140°C. Setjið hrygginn í steikarpott með u.þ.b. 1 lítra af heitu vatni. Eldið í 65 mín pr. kg, í lokuðum steikarpotti. Sigtið soðið og geymið fyrir sósu.

Þegar hryggurinn hefur verið eldaður er gott að hjúpa hann með gljáanum og elda í u.þ.b. 10-15 mín til viðbótar án loks, við 180-190°C, eða þar til gljáinn er farinn að brúnast.
Gljái. 100 gr púðursykur, 2 msk Dijon sinnep, 1 msk hunang, 1/2 egg. Öllu hrært saman.

Kjöthitamælir á að sýna 68°C óháð eldunaraðferð.
Látið hrygginn standa í u.þ.b. 15 mín, áður en hann er skorinn.

 

 

Gómsætar Jólavörur

SS bíður upp á ómissandi sælkeravörur sem hafa notið mikilla vinsælda og hæfa jóla-og áramótahlaðborðinu afskaplega vel. Má þar nefna svið en sumir halda í gamlar hefðir og hafa þau á áramótum ár hvert. Léttreyktur lambahryggur er líka afar ljúffengur og skemmtileg tilbreyting.

xmas_image_4

Léttreyktur lambahryggur

Eldunarleiðbeiningar: Sjóðið hrygginn í 35–40 mínútur í potti og setjið því næst á fat. Smyrjið hrygginn með gljáa og bakið við 180 °C í 30 mínútur og penslið með gljáanum nokkrum sinnum á meðan.

Gljái: 100 g púðursykur, 2 msk. Dijon- sinnep, 1msk., hunang, 1⁄2 egg. Öllu hrært saman.

Meðlæti er mikilvægur þáttur í jólamáltíðinni og hérna er nokkrar góðar og einfaldar uppskriftir sem henta sérlega vel með hátíðarkjötinu.

Rauðkál í sætum félagsskap:
Meðlæti fyrir 6-8.
2-3 msk smjör eða olía
½ kg. Rauðkál, fínt sneitt
1 epli, kjarnhreinsað og skorið í bita.
1 dl balsamedik eða sjérríedik
1-2 msk púðursykur
Salt og pipar
1 granatepli.
Hitið smör eða olíu í potti. Steikið rauðkál þar til það er farið að mýkjast. Bætið eplum út í og steikið aðeins áfram. Setjið rauðrófusafa, balsamedik, pýðursykur, salt og pipar út í. Lækkið hitann og látið malla í 20 mín. Bætið granteplakjörnum saman við rétt áður en maturinn er borinn fram.

Bakað, blandað rótargrænmeti og kartöflur með rósmaríni og hvítlauk:
Fyrir 6-7.
500g blandað rótargræmeti, skrælt og skorið í bita. Til dæmis gulrætur, sellerírót, steinseljurót og hvítkál eða annað eftir smekk.
250 g kartöflur með hýði, skornar í bita
250 g sætar kartöflur, skrældar og skornar í teninga.
1 dl olía
1 heill hvítlaukur, geirar teknir í sundur en hafðir í hýðinu.
3-5 greinar ferskt rósmarín eða 1 msk.
Þurrkað salt og nýmalaður pipar eða aðrar jurtir eftir smekk til dæmis tímían eða óreganó. Setjið allt í stóra skál og blandið vel saman. Færið í ofnskúffu og bakið vð 200 C í 20-30 mín. Snúið grænmetinu 2-3 sinnum á meðan bakað er. Passar vel með öllu kjöti.

Rauðlauks-compot:
2-3 rauðlaukar skornir í sneiðar.
2 msk. olía
3-4 msk. sykur
1 tsk tímían eða 2 greinar
3 x lárviðarlauf
4 msk. berjaedik eða balsamedik
2 dl. rauðvín
Salt og nýmalaður pipar
1 x kanilstöng.
Látið lauk krauma í olíu á pönnu í 2-3 mín en gætið þess vel að hann brenni ekki. Bætið þá sykri á pönnuna og látið krauma í 3. mín. Án þess að hann brenni. Bætið afganginum af hráefnunum út í
og látið sjóða niður um 3/4.

Kanilstöng á að sjóða heil með.
Brúnkál
6-8 msk. sykur
2 msk. sítrónusafi
40 g smjör
1 kg hvítkál og skorið í strimla
1 tsk. salt.

Setjið sykur og sítrónusafa í pott og hrærið vel saman. Færið pottinn á heita hellu og brúnið sykurinn. Hrærið reglulega í sykrinum sem sleif. Þegar sykurinn er orðinn gullinbrúnn er smörinu bætt í pottinn og hrært vel saman. Bætið þá hvítkáli og salti í pottinn og sjóðið við vægan hita í 45 mín. Fer vel með reyktu, söltu og nýju kjöti.

Sætkryddaðar gulrætur:
Meðlæti fyrir 4-6
500 g gulrætur
2dl appelsínusafi
5cm bútur engiferrót, afhýdd og skorin í skífur
1 msk. kóríanderfræ eða fennelfræ
Salt og pipar.

Afhýðið gulrætur og skerið í fernt eftir endilöngu. Setjið þær í pott ásamt appesínusafa, engiferrót, kóríanderfræjum, salti og pipar. Hleypið suðunni upp og látið síðan pottinn standa í 10 mín.
Setjið pottinn aftur á helluna og hleypið suðunni upp á ný.

Þrettándi var Kertasníkir,
þá var tíðin köld,
ef ekki kom hann síðastur
á aðfangadagskvöld.
side_bottom_bar