9. KAFLI.

Um félagsslit.

36. gr.

Nú þykir nauðsynlegt eða ráðlegt að slíta félaginu og skal þá tillaga þar um borin upp á lögmætum félagsfundi. Verði ályktun um að slíta félaginu samþykkt á slíkum fundi með minnst 2/3 atkvæða atkvæðisbærra fulltrúa, skal málið borið undir atkvæði félagsmanna á deildarfundum milli funda og verði þá félagsslit samþykkt með einföldum meirihluta allra greiddra atkvæða á fundunum, skal málið að nýju lagt fyrir næsta félagsfund og verði félagsslit þá samþykkt að nýju af minnst 2/3 hlutum atkvæðisbærra fulltrúa, skal slíta félaginu.

37. gr.

Innistæða í stofnsjóði félagsins skal við félagsslit fyrst ráðstafa til eigenda hluta í B-deild eftir því sem til þarf til að greiða þeim nafnverð eignarhluta þeirra. Því næst skal innistæðunni ráðstafað til þess að greiða félagsmönnum fjárhæð inneignar þeirra í A-deild stofnsjóðsins. Það sem eftir stendur skal greiða til eigenda í B-deild eftir því sem til þarf til að eignarhlutur þeirra í stofnsjóði breytist að því marki sem fyrir hendi eru ónýttar heimildir samkvæmt reglu 1.mgr. 51. gr. laga um samvinnufélög um útgáfu jöfnunarhluta. Eftirstöðvum stofnsjóðs, innistæðufé í sameignarsjóðum félagsins og eignum félagsins að öðru leyti þegar lokið er öllum skuldbindingum, sem á félagsheildinni hvíla, skal ráðstafað til eigenda og félagsmanna í réttum hlutföllum við inneignir í stofnsjóði að teknu tilliti til jöfnunarhluta samkvæmt síðasta málslið.