Kæri innleggjandi                                                                                      Selfossi 20.08.20

 

Nú á tímum kórónuveirunnar er krefjandi að undirbúa sláturtíð. Það er búið að leggja í mikla vinnu við að undirbúa verkefnið eins vel og hægt er.  Það er mikilvægt að verja starfsstöðina fyrir smithættu sem frekast er kostur. Í því ljósi er ekki annað í stöðunni til að sporna við því að smit komist inn í húsið en að hefta aðgengi utanaðkomandi aðila inn í sláturhúsið og sláturhúslóðina á komandi hausti.

  • Aðgangur að starfsstöð SS Selfossi verður einungis heimill fyrir starfsfólk. Bændur og aðrir utanaðkomandi munu ekki geta komið inn á lóð í rétt, matsal, skrifstofu eða aðra vinnslusali.
  • Sökum þess að bændur geta ekki fylgt fé sínu til slátrunar er mikilvægt að móttökukvittun frá bílstjóra sé rétt útfyllt og allar upplýsingar um innleggjanda séu réttar
  • Vigtarseðlar verða sendir í tölvupósti eins og áður. Mikilvægt er að rétt netföng séu skráð og ef breytingar verða þá láta þá vita.
  • Þeim bændum, sem hafa keyrt fé sitt til slátrunar sjálfir, er heimilt að koma að réttinni. Þar verður bjalla ásamt símanúmeri réttarstjóra og þarf að hringja bjöllu til að fá afgreiðslu.
  • Heimtökublöð þurfa að vera skilmerkilega útfyllt og tilbúin þegar bílstjóri kemur, sjá nánari útfærslu á https://www.ss.is/heimtaka/
  • Við afhendingu fjár verður að gæta að a.m.k. 2 metra aðskilnaði frá bílstjóra og ástöðumanni til að minnka líkur á að smit geti borist inn í stöðina
  • Heimtaka verður með þeim hætti að þegar sækja á heimtöku á Selfossi er það hægt í frystihúsinu á milli kl. 13-17 man-fös og 8-12 á laugardögum og nauðsynlegt er að hringja á undan sér áður en sótt er í s.480-4111. Eftir sem áður verður hægt að sækja á Hvolsvöll og á Fossháls.

Rétt að benda á símanúmerið okkar er 480-4100 og netfangið er slatrun@ss.is  Þar munum við reyna að leysa úr öllum málum sem upp koma.

Vonum að allir sýni þessum aðgerðum skiling í ljósi aðstæðna og hjálpi okkur að láta þetta ganga upp.

Með fyrirfram þökk

Benedikt Benediktsson

framleiðslustjóri