Eftirfarandi tillaga hefur borist stjórn Sláturfélags Suðurlands:
Aðalfundur Sláturfélags Suðurlands haldinn á Goðalandi í Fljótshlíð 19. mars 2021, samþykkir að stjórn Sláturfélags Suðurlands láti vinna skýrslu þar sem þróun sölu einstakra kjöttegunda í gegnum vinnslu félagsins verði greind frá árinu 2000.
Greinargerð:
Í 3 gr. samþykkta félagsins segir: „Tilgangur félagsins er að annast slátrun, úrvinnslu og sölu á framleiðslu félagsmanna.‘‘
Í ljósi harðnandi samkeppni á kjötmarkaði og verri afkomu félagsins teljum við sem félagsmenn í þessu samvinnufélagi bænda mikilvægt að kalla eftir þessum upplýsingum svo að staða félagsins í úrvinnslu afurða bænda sé gerð ljósari og eins hvert félagið stefni í sínum rekstri.
Ágúst Ingi Ketilsson
Geir Gíslason
Reynir Þór Jónsson
Stefán Geirsson
Trausti Hjálmarsson
Aðalfundur Sláturfélags Suðurlands verður haldinn 19. mars 2021 að Goðalandi, Fljótshlíð kl. 15:00.
Reykjavík, 8. mars 2021.
Sláturfélag Suðurlands svf.
Hjalti H. Hjaltason, fjármálastjóri – sími: 575 6000 – hjalti@ss.is
Tillaga fyrir aðalfund Sláturfélags Suðurlands svf., 19. mars 2021 á PDF formi