Nautafile „Aged pepper“ er ný vara frá SS sem er tilvalin á grillið í sumar.
Meyr vöðvinn er kryddleginn með gerjuðum pipar sem gefur gott og mikið piparbragð. Varan er án allra aukefna og er pakkað í endurvinnanlegar umbúðir.
Varan bætis við Sælkeralínuna frá SS. En þegar eru á markaði Nautagrillsteikur og nautakótilettur með trufflum og pipar.
Nautakótiletturnar með trufflum og pipar er ljúffeng sælkeravara. Nautakótletturnar eru sagðaðar úr sérvöldum hryggjum og eru til í takmörkuðu upplagi og seljast því oft upp um mitt sumar.
Við grillun á þessum steikum er mikilvægt að taka kjötið úr kæli áður en á að grilla það, gjarnan 1-2 klst fyrir eldun. Best er að grilla kjötið fyrst á háum hita í 2-3 mínútur á hvorri hlið og klára eldunina á meðalhita þangað til kjöthitamælir sýnir 55-60°C fyrir „medium rare“ steikingu. Gott er að láta kjötið hvíla í 10-15 mínútur eftir eldun.
Allt nautakjöt frá SS kemur eingöngu frá íslenskum bændum. Þessar vörur bera Gæðanaut merkið, en Gæðanaut er í eigu Landssambands Kúabænda og stendur fyrir hágæða nautasteikur úr íslensku nautakjöti.