Stjórn SS hefur ákveðið að greiða 5% viðbót á allt afurðainnlegg ársins 2022 þann 20. janúar 2023. Greiðslan er áætluð rúmar 106 m.kr. fyrir utan virðisaukaskatt.
Viðbótargreiðslan er því hrein viðbót við heildarafurðaverð ársins 2022 að meðtaldri 30 kr/kg eingreiðslu ofan á afurðverð ársins 2022 sem kynnt var í ágúst síðast liðnum til að mæta erfiðum aðstæðum hjá bændum vegna hækkana á rekstrarvörum. Viðbótargreiðslan 30 kr/kg er áætluð tæpar 106 m.kr. Í heild er SS því að greiða um 212 m.kr. ofan á allt afurðainnlegg ársins 2022 til bænda.
Stefna félagsins er að greiða samkeppnishæft verð og skila hluta af rekstrarhagnaði sem viðbót á afurðaverð.
Stjórn og starfsfólk SS þakkar félagsmönnum samstarfið á árinu og óskar öllum gleðilegra hátíða.