Á stjórnarfundi SS 24. ágúst var ákveðið að hækka verðskrá sauðfjár sem SS gaf út 6. júní s.l.
Öll verðskrá dilka er hækkuð um 0,9% og auk þess er álagsgreiðsla fyrir viku 36 hækkuð úr 15% í 17%, fyrir viku 37 hækkuð úr 10% í 12% og fyrir viku 38 hækkuð úr 7% í 9%. Að meðaltali jafngilda þessar breytingar um 1,5% hækkun á meðalverði dilka frá áður útgefinni verðskrá.