Stjórn SS hefur ákveðið að greiða 8% viðbót á allt afurðainnlegg frá 1. apríl 2024. Um er að ræða hækkun um 3% en greidd var 5% viðbót á allt afurðainnlegg frá byrjun janúar til loka mars 2024.
Afkoma og fjárhagsstaða félagsins er góð og því var tekin sú ákvörðun að hækka greiðslu viðbótar í 8% frá 1. apríl. Viðbótin verður greidd út með innleggi eins og það fellur til eins og gert hefur verið á árinu 2024. Með þessum hætti kemst viðbótin strax til innleggjenda, en stefna félagsins er að greiða samkeppnishæft verð og skila hluta af rekstrarhagnaði sem viðbót á afurðaverð.