Nú liggur fyrir verðskrá fyrir sauðfé. Dilkakjöt hækkar um 7% frá fyrra ári. Auk þess er hækkun á yfirborgunum í upphafi sláturtíðar en vægi þeirra til hækkunar milli ára er um 0,7% af meðalverði. Hækkun á viðbót á afurðaverð er auk þess 3% frá fyrra ári en hún verður alls 8% á sauðfjárinnlegg haustsins.
Eins og áður eru töluverðar yfirborganir í upphafi sláturtíðar en til að mynda er 19% yfirborgun á dilka í fyrstu sláturviku og 10% yfirborgun á fullorðið fyrstu tvær sláturvikurnar.
Áætlað er að hefja sauðfjárslárun þriðjudaginn 10. september 2024 og ljúka slátrun 31. október.
Allt innlegg verður staðgreitt eins og verið hefur.
Nánari upplýsingar um verðskrá, greiðslutíma, heimtöku og aðra þætti sem lúta að sauðfjárslátrun er að finna hér.