Í ljósi fækkunar sláturhúsa á Norðurlandi er ljóst að þörf verður á aukinni sauðfjárslátrun hjá SS.
Forgang að slátrun hjá SS hafa núverandi innleggjendur og þar á eftir þeir bændur á félagssvæði SS sem ekki hafa lagt inn hjá félaginu. Félagssvæðið nær frá Dölum og austur að Jökulsá á Breiðamerkursandi.
Þess er óskað að bændur á félagssvæðinu sem vilja koma til nýrra viðskipta við SS sendi grunnupplýsingar um innleggjanda auk upplýsinga um fjölda sláturfjár og sláturtíma á netfangið slatrun@ss.is fyrir 10. apríl næstkomandi.
Eftir það verður sláturgeta og tími ákveðin og óvíst hversu miklu umfram þær pantanir sem berast verður hægt að taka við síðar.
Bændur utan félagssvæðis SS sem hafa áhuga á að koma til innleggsviðskipta er því bent á að senda upplýsingar á netfangið slatrun@ss.is fyrir 30. apríl næstkomandi, en rétt að benda á að ekki er vitað hvort hægt verði að taka á móti nýju innleggi utan félagssvæðisins.
Þeir sem voru í innleggsviðskiptum haustið 2024 þurfa ekki að bregðast við.