7. KAFLI.

Um sjóði félagsins ofl.

30. gr.

Sjóðir félagsins eru:

1. Stofnsjóður
2. Varasjóður
3. Endurmatssjóður
4. Aðrir sjóðir, sem stofnaðir kunna að verða.

Stofnsjóður er séreignarsjóður, en aðrir sjóðir sameignarsjóðir. Um aðra sjóði, er stofnaðir kunna að verða, fer eftir sérstökum samþykktum.

31. gr.

Minnst 10% þess hagnaðar sem ekki fer til þess að jafna hugsanlegt tap fyrri ára og ekki er lagður í aðra lögbundna sjóði samvinnufélags, skal leggja í varasjóð félagsins uns varasjóður nemur 10% af samanlagðri fjárhæð A og B-deilda stofnsjóðs. Þegar því marki er náð skulu framlög vera minnst 5% hagnaðar þar til sjóðurinn nemur 25% af samanlagðri fjárhæð í stofnsjóð.

Varasjóði má ráðstafa til að mæta töpum, enda fari um þá ráðstöfun skv. samvinnufélagalögunum.

32. gr.

Félagið er eign félagsmanna í réttu hlutfalli við stofnsjóðseign þeirra í félaginu.