Samkomulag hefur verið staðfest á milli Haga hf. og eigenda kjötvinnslunnar Ferskra kjötvara hf. Síðumúla 34 um kaup Haga á fyrirtækinu. Núverandi eigendur Ferskra kjötvara eru Sláturfélag Suðurlands með 63,6% hlut og eigendur Stjörnugríss á Kjalanesi með 36,4% hlut. Kaupin eru með fyrirvara um samþykki Samkeppnisstofnunar og áreiðanleikakönnun. Kaupverðið er trúnaðarmál. Sala hlutabréfanna skilar Sláturfélaginu nokkrum söluhagnaði en óljósara er með áhrif á framtíðar rekstur vegna breytts samkeppnisumhverfis.
Nánari upplýsingar veita f.h. SS Steinþór Skúlason í s. 575 6000, f.h. Stjörnugríss Geir G. Geirsson í s. 899 5100 og Árni Pétur Jónsson f.h. Haga í s. 530 5500.