1.     
Arður af B-deild stofnsjóðs og vextir af A-deild stofnsjóðs. 

Stjórn Sláturfélags Suðurlands svf. leggur til við aðalfund að greiddur verði 14,5%  arður af B-deild stofnsjóðs, alls 26 milljónir króna og reiknaðir 14,5% vextir á höfuðstól inneigna í A-deild stofnsjóðs, alls 30 milljónir.  Réttur til arðs miðast við lok aðalfundardags.  Greiðsludagur arðs er 28. apríl n.k. 

2.      Tillaga um breytingu á 1. mgr. 16. gr. samþykkta félagsins. 

Stjórn Sláturfélags Suðurlands svf. leggur til við aðalfund að 1. mgr. 16. gr. samþykktanna verði svohljóðandi: 

Félagssvæðið skiptist í deildir.  Hvert sveitarfélag er ein deild.  Þó getur aðalfundur leyft aðra deildarskipun.  Deildir félagsins skulu halda ársfundi sína fyrir miðjan apríl ár hvert og skal þá kosinn deildarstjóri til eins árs í senn og annar til vara.  Deildarstjóri er sjálfkjörinn fulltrúi deildar sinnar á fundum félagsins, án tillits til fjölda félagsmanna í deildinni miðað við, að hann komi fyrir fyrstu 10 virka innleggendur, 2 fulltrúar fyrir deild, sem hefur 11-20 virka innleggjendur, 3 fulltrúar fyrir þær, sem hafa 21-30 og svo framvegis.  Virkur innleggjandi er félagsmaður sem hefur lagt inn afurðir til félagsins að andvirði meira en 70 þkr. á liðnu ári.  Viðmiðunarupphæð breytist með neysluvísitölu frá desember 2005. Félagsmenn sem verða fyrir niðurskurði búfjár  vegna sjúkdóma, skulu teljast virkir innleggjendur áfram þó þeir nái ekki tilsettri viðmiðunarupphæð í innleggi fyrstu 4 árin eftir niðurskurð. 

3.      Tillaga um sameiningu deilda. 

Stjórn Sláturfélags Suðurlands svf. leggur til við aðalfund að sameinaðar verði deildir og að heiti hinna sameinuðu deilda verði eftirfarandi: 

Deildir sem verða sameinaðar:

Ný deildarheiti:

Álftaversdeild og Meðallandsdeild

Álftavers- og Meðallandsdeild

Fljótshlíðardeild og Hvolshreppsdeild

Fljótshlíðar- og Hvolshreppsdeild

Holtadeild og Landmannadeild

Holta- og Landmannadeild

Ásadeild og Djúpárdeild

Ása- og Djúpárdeild

Stokkseyrardeild og Sandvíkurdeild

Árborgardeild

Kjalarnes- og Mosfellsdeild og Kjósardeild

Kjósardeild

Hvalfjarðarstrandardeild, Leirár- og Meladeild, Akranes- og Skilmannadeild

Hvalfjarðardeild

 Reykjavík, 14. mars 2006.
Stjórn Sláturfélags Suðurlands svf.