Þá er sýningunni Matur 2006 lokið og þótti hún heppnast vel. Margt var um manninn og nóg að sjá og smakka. SS kynnti fyrir boðsgestum einfaldar lausnir fyrir stóreldhús og mötuneyti á fimmtudag og föstudag. Þar var skólamatnum “Hollt í hádeginu”, 1944-rétttum og brúnuðum steikum gert hátt undir höfði. Sérhæft starfsfólk fræddi gesti og gangandi um þessa hollu og góðu rétti. Það upplýsti líka hvernig hægt væri að spara tíma og peninga þegar kæmi að mat án þess þó að rýra gæði matarins.
Á laugardag og sunnudag var svo opnað fyrir almenning. SS kynnti fyrir gestum sínum “Fljótlegu og freistandi” réttina, en það eru forsteiktir réttir sem aðeins þarf að hita í örfáar mínútur. Réttirnir eru átta talsins; F&F hakkbollur, F&F kjötbollur, F&F kjötbollur í súrsætri sósu, F&F kjötfarsbollur, F&F lambasnitsel, F&F vínarsnitsel, F&F cordon bleu og F&F kjúklingastubbar.
Einnig var kynnt álegg sem nýlega er komið í sölu en það er ítalskt salami, sem þykir sérstaklega gott. Það sem gerir það svo gott er sérstök kryddblanda sem sett er utan um pylsuna og gefur sérstaklega gott bragð.
https://www.ss.is
Þá gafst fólki einnig kostur á að smakka nýjar áleggstegundir sem koma í sölu í dag, mánudag 3.apríl. Þetta er annars vegar létt pepperoni og hins vegar létt spægipylsa. Þessar tvær áleggstegundir eru mun fituminni en venjan er, því þær eru gerðar úr jurtaosti en eru engu síðri á bragðið en þessar venjulegu gerðir. Létta pepperoni-ið er 55% fiuminna (innan við 15 gr af fitu) og létta spægipylsan er 65% fituminna (innan við 15 gr af fitu).
Þeir sem smökkuðu nýja áleggið og tóku þátt í bragðkönnun hjá okkur fengu tækifæri til þess að taka þátt í léttum lukkuleik. Vinningar voru ýmsar SS-vörur og varningur. Nú er búið að draga út þá heppnu og má finna nöfn þeirra hér að neðan.
Helgarsteik að eigin vali:
1. Ásta Kristjánsdóttir
2. Ólafur Ólafsson
3. Þórhalldur Guðmundsson
4. Hrafnhildur Björgvinsdóttir
5. Hallgrímur Grétarsson
Sælgætiskarfa:
1. Sigurlaug Rósa Guðjónsdóttir
2. Harpa Eiriksdóttir
3. Ása Magnea Vigfúsdóttir
4. Brynja Berndsen Bjarkadóttir
5. Sveinn Egilsson
Hnífasett og grillsvunta:
1. Anna Þóra Viðarsdóttir
2. Sigríður Erlendsdóttir
3. Guðmundur Benjamín Jóhannesson
SS-handklæði, sundpoki og fótbolti:
1. Kolbrún Villadsen
2. Sigrún Benediktsdóttir
3. Lilja Dögg Ármannsdóttir
4. Helga Kristjánsdóttir
5. Gréta Ásgeirsdóttir
Haft verður samband við vinningshafa en þeir geta vitjað vinninga sinna á miðvikudaginn (5.apríl) eða síðar í afgreiðslu SS, Fosshálsi 1. Opið er í afgreiðslu alla virka daga frá kl.08.00-16.00.