Ákveðið hefur verið að hækka innanlandshluta dilkakjöts um 0,6% frá því sem áður var ákveðið.  Vegin meðaltalshækkun frá fyrra ári er þá 19,5%. Miðað við flokkun SS í sept. og okt. í fyrra er vegið meðalverð innanlandshluta dilkakjöts 437,05 kr/kg.

Útflutningsverð hækkar um 29% og verður 305 kr/kg fyrir alla flokka.  Meðalverð dilkakjöts að meðtöldum útflutningi er 400,10 kr/kg. 

Verð fyrir fullorðið fé hækkar einnig umtalsvert.  Til viðbótar er mikil hækkun á yfirborgunum fyrir sláturtíð. Vegið meðaltalsverð alls kindakjöts hjá SS miðað við flokkun frá fyrra ári er 368,90 kr/kg.

Verðskráin verður endurskoðuð ef þörf krefur.


Allt innlegg er staðgreitt föstudag eftir innleggsviku.

Verðskrá sauðfjárafurða 2008

Samanburður á verðskrá milli helstu sláturleyfishafa