Fram kemur meðal annars að mikil óvissa sé um gengisþróun krónu á næstu vikum og mánuðum og að ekki er hægt að gengisverja áburðarkaup eins og undanfarin ár sem veldur því að verðskrá er nú í fyrsta sinn sett fram í evrum. Gengi evru á greiðsludegi grundvallar því verð í íslenskum krónum fyrir áburðinn.
Verðskráin er auk þess sett fram miðað við staðgreiðsluverð og stiglækkandi pöntunarafslátt fram á vorið. Ef pantað er fyrir lok febrúar svo dæmi sé tekið er veittur 10% pöntunarafsláttur og ljúka þarf greiðslum fyrir 20. mars, sjá nánar í verðskrá og upplýsingum um viðskiptakjör. Greiðsludagur áburðar mun því ráða kaupverðinu í íslenskum krónum.
Nánari upplýsingar um YARA áburð er að finna hér.