Fréttabréf SS 8. september 2009 á pdf. formi
Í fréttabréfi SS er fjallað um framtíðarhorfur og verðlagningu sauðfjárafurða, haustslátrun og urðun sláturúrgangs.
SS hefur ákveðið að hækka verð á 9 flokkum í verðskrá en eftir þessa breytingu er meðalhækkun á dilkakjöti til bænda, byggt á flokkun landsins 9,6% milli ára. Nánari upplýsingar er að finna í fréttabréfinu og verðskrá sauðfjárafurða.
Bændur vinsamlegast athugið!
Það hefur komið í ljós að hægt er að misskilja orðalag um heimtöku á dilkum í fréttabréfinu. SS innheimtir 2300 kr á skrokk fyrir slátrun og er 7 parta sögun innifalin í gjaldinu. Það eru hins vegar ekki allir sem vilja láta saga dilkana heldur taka þá heila. Því verður að merkja við á heimtökublaðinu hvort heimtakan á að vera ósöguð eða söguð í 7 parta. Einnig þarf að koma fram annað sem beðið er um svo sem fínsögun o.s.frv. Þetta verður allt að liggja fyrir við afhendingu, fyrir slátrun.
Nánar um verðskrá og heimtöku.
Nánar um verðskrá og heimtöku.