Kýrin Týra í Hraunkoti í Skaftárhreppi mjólkar nú mest allra íslenskra kúa en nyt hennar síðustu 12 mánuði er 12.554 kg, sem er hreint frábær árangur. Þá vekur athygli að önnur kýr í Hraunkoti, Fríða er nú í fjórða sæti á listanum yfir nytjahæstu kýr landsins með 12.073 kg. Í Hraunkoti eru greinilega bara úrvalskýr því búið var með hæstu meðalnytina yfir öll íslensk kúabú lok nóvember eða 8.341 kg.
Ólafur Helgason og Sigurlaug Jónsdóttir hafa búið í Hraunkoti frá 1979. Þau eru með blandað bú, um 200 vetrarfóðraðar kindur og 16-20 kýr og svo kálfa og kvígur. Þau eru sérstaklega ánægð með árangur Týru. “Týra er á öðru mjaltaskeiði, mjólkaði 8.966 kg árið 2010. Þau hjón þakkar góðri meðalnyt á búinu fyrst og fremst góðu fóðri og þeirri vinnu sem þau hjón leggja til búsins. Ólafur og Sigurlaug hafa um árabil notað áburð frá Yara, ásamt búfjáráburði. Allt hey er verkað í rúllur. Ólafur segir að heyefnagreinig sé nauðsynleg til að meta fóðurþörf gripanna, og gera þau einnig fóðuráætlanir eftir Norfor kerfinu. Kúnum er síðan gefin kjarnfóður frá DLG í Danmörku sem SS flytur inn, er kallast Kúafóður 20. Þetta er fóðurblanda sem inniheldur 20% prótein og hentar vel hámjólka kúm með góðu heyi og heimaræktuðu byggi, en‚Ólafur segist einnig gefa kúnum heimaræktað bygg. Afurðahæstu kýrnar fá allt að 8 kg á dag af fóðurbæti, en dagsnytin getur verið um 40 kg. Þegar kýrnar bera, eykur hann enn kjarnfóðurgjöfina í ca. ½ mánuð. Þetta gerir hann til að hámarka nytjar kúnna með góðum árangri.
Það er greinilega vel hugsað um kýrnar í Hraunkoti, og má með sanni segja að þar sannast orðatiltækið „að fé er jafnan fóstra líkt“
Myndin er birt með leyfi dfs.is
Ólafur Helgason og Sigurlaug Jónsdóttir hafa búið í Hraunkoti frá 1979. Þau eru með blandað bú, um 200 vetrarfóðraðar kindur og 16-20 kýr og svo kálfa og kvígur. Þau eru sérstaklega ánægð með árangur Týru. “Týra er á öðru mjaltaskeiði, mjólkaði 8.966 kg árið 2010. Þau hjón þakkar góðri meðalnyt á búinu fyrst og fremst góðu fóðri og þeirri vinnu sem þau hjón leggja til búsins. Ólafur og Sigurlaug hafa um árabil notað áburð frá Yara, ásamt búfjáráburði. Allt hey er verkað í rúllur. Ólafur segir að heyefnagreinig sé nauðsynleg til að meta fóðurþörf gripanna, og gera þau einnig fóðuráætlanir eftir Norfor kerfinu. Kúnum er síðan gefin kjarnfóður frá DLG í Danmörku sem SS flytur inn, er kallast Kúafóður 20. Þetta er fóðurblanda sem inniheldur 20% prótein og hentar vel hámjólka kúm með góðu heyi og heimaræktuðu byggi, en‚Ólafur segist einnig gefa kúnum heimaræktað bygg. Afurðahæstu kýrnar fá allt að 8 kg á dag af fóðurbæti, en dagsnytin getur verið um 40 kg. Þegar kýrnar bera, eykur hann enn kjarnfóðurgjöfina í ca. ½ mánuð. Þetta gerir hann til að hámarka nytjar kúnna með góðum árangri.
Það er greinilega vel hugsað um kýrnar í Hraunkoti, og má með sanni segja að þar sannast orðatiltækið „að fé er jafnan fóstra líkt“
Myndin er birt með leyfi dfs.is