SS hefur hækkað bændaverð allra flokka nautgripa frá og með 12. mars sl. Hækkunin nemur allt að 3,3% í einstökum flokkum, en vegin meðaltalshækkun er 2,6%.
UN1A hækkar þannig um 17 kr/kg. og KIUA um 12 kr/kg. svo dæmi séu tekin. Ekki eru gerðar breytingar á flutningsgjaldi, heimtökukostnaði eða öðrum kostnaðarliðum.
UN1A hækkar þannig um 17 kr/kg. og KIUA um 12 kr/kg. svo dæmi séu tekin. Ekki eru gerðar breytingar á flutningsgjaldi, heimtökukostnaði eða öðrum kostnaðarliðum.
Þess má geta að sama dag og hækkunin tók gildi greiddi SS 2,15% verðuppbót vegna afurðaviðskipta síðastliðins árs inn á bankareikninga bænda, alls um 32 mkr. án virðisaukaskatts.
Nánari upplýsingar um afurðaverðsskrá nautgripa.