Velheppnaðri sauðfjárslátrun SS er nýlega lokið en talsverð magnaukning var á milli ára. Fróðlegt er að sjá breytingar í holdfyllingu, fitu, verði og fallþyngd milli vikna, sjá hér yfirlit yfir sauðfjárslátrun 2012 í ítarlegri greiningu á niðurstöðum hverrar sláturviku. Það virðist því vera ávinningur fyrir þá sem það geta að slátra a.m.k. hluta síns fjár snemma eða í nóvember.
Hér má sjá með myndrænum hætti breytingar á holdfyllingu, fitu og meðalþyngd yfir sláturtíðina. Athygli vekur að stærstan hluta tímans er fallþyngd svipuð en hægur stígandi í fitu eins og búast má við.
Hér má sjá með myndrænum hætti meðalverð á dilk sem SS greiddi eftir sláturvikum. Verðið er hæst í upphafi og lok slátrunar vegna þess að þá er verðskráin hæst og ekki mikill munur á fallþyngd þar sem bændur velja þyngstu lömbin til innleggs hverju sinni.