Sláturfélag Suðurlands hefur fest kaup á öllu hlutafé framleiðslufyrirtækisins Hollt og Gott ehf. af meðeiganda sínum Auðhumlu svf. Fyrir kaupin átti SS 50% í Hollu og Góðu. Kaupverðið er trúnaðarmál.
Hollt og Gott sérhæfir sig í framleiðslu á fersku salati, brauðsalati, sósum og ýmsum vörum úr grænmeti og ávöxtum. Fyrirtækið var stofnað í júní 1995 af Ágæti og SS og er til húsa að Fosshálsi 1, Reykjavík. Framkvæmdastjóri er Máni Ásgeirsson.
Kaupin eru liður í áherslu SS að styrkja sig á framleiðslusviði matvæla. Hjá Hollt og Gott starfa 34 starfsmenn.
Frekari upplýsingar veitir:
Steinþór Skúlason, forstjóri í síma 575 6000 – steinthor@ss.is
Hjalti H. Hjaltason, fjármálastjóri í síma 575 6000 – hjalti@ss.is