Sauðfjárslátrun hefst föstudaginn 4. september 2020 og lýkur föstudaginn 6. nóvember 2020.
Engin þjónustuslátrun verður eftir samfellda sláturtíð.
Taflan sýnir eingöngu verðhlutföll milli sláturvikna en ekki verðið sjálft. Verðhlutföll hjálpa bændum til að meta hvenær hagkvæmast er að slátra eftir aðstæðum hvers og eins.
Verðhlutföll og sláturáætlun sauðfjár 2020
Aukið sauðfjárinnlegg hjá SS haustið 2019
Í ljósi breyttra aðstæðna á markaði og fækkunar sauðfjársláturhúsa hefur SS ákveðið að lengja sláturtíð haustið 2019 um 3 sláturdaga og bjóða nýjum innleggjendum á félagssvæði SS upp á að sækja um innleggsviðskipti með sama rétti og þeir sem fyrir eru. Áætlað er að auka innlegg sem nemur um 8-10 þúsund kindum. Ef sótt verður um heildaraukningu sem er umfram þennan fjölda þá verður magninu skipt niður en þó þannig að ekki verða sótt færri en 100 stk að jafnaði til nýs innleggjanda. Þess er óskað að óskir berist félaginu með tölvupósti til sindrig@ss.is fyrir 1. mars 2019 en þá verður unnið úr umsóknum. Eftirfarandi er yfirlit um sláturtíma og yfirborganir en verðið sjálft verður ákveðið er nær dregur sláturtíð. Stefna SS er að greiða samkeppnishæft afurðaverð og er vel gengur að miðla hluta af rekstrarafgangi til bænda í formi viðbótar á afurðaverð.
Verðhlutföll og sláturáætlun sauðfjár 2019
Verðskrá kindakjöts fyrir árið 2018 – útg. 3.. september 2018.
Verðskrá kindakjöts hjá SS 2018
Í viðhengi hér að neðan eru verðhlutföll sauðfjár ásamt sláturáætlun haustsins 2018.
Sláturáætlun og verðhlutöll 2018
Greiðslutími: Innlegg verður staðgreitt föstudag eftir innleggsviku.
Heimtaka: Í boði er að leggja inn slög og hálsa af heimteknum dilkum til greiðslu á hluta af heimtökukostnaði. Til einföldunar verður annað hvort að leggja alla hálsa og slög af heimteknum dilkum inn í hvert skipti sem lagt er inn eða ekkert. Ef allir hálsar og slög eru innlögð lækkar heimtökugjald sbr. neðangreint. Merkja verður á heimtökublað ef bóndi vill leggja slög og háls inn á móti hluta heimtökugjalds. Vinsamlega athugið að ekki er hægt að taka heim skrokka eftir númerum. Ef bændur vilja taka valda gripi heim þarf að merkja þá á haus fyrir flutning í sláturhús. Gjald í haust fyrir heimtöku og 7 parta sögun er tvískipt. Fyrir magn sem er minna en 15 stk á innleggjanda er gjaldið 3650 kr/stk en á það magn sem er umfram 15 stk er gjaldið 4700 kr/stk. Ef slög og hálsar eru lögð inn verður þetta gjald annars vegar 3200 kr/stk og hins vegar 4250 kr/stk á magn umfram 15 stk. Heimtaka á fullorðnu fé kostar 4050 kr/stk. Fínsögun kostar aukalega 750 kr/stk. Vinsamlega athugið að félagið tekur fullorðna hrúta ekki til innleggs. Í boði er að taka þá heim gegn 5500 kr/stk heimtökugjaldi. Ef þeir eru sendir í sláturhús en ekki teknir heim þá reiknast slátur- og urðunargjald 7000 kr/stk. Afhending á Selfossi, Hvolsvelli og á Fosshálsi er án kostnaðar. Kostnaður af heimsendingum innan félagssvæðis SS er 70 kr/kg. Sent verður með Flytjanda. Slátur fylgir ekki heimteknu kjöti. Virðisaukaskattur bætist við framangreindar fjárhæðir. Bændum stendur til boða að kaupa frosið dilkakjöt með afslætti í sláturtíð en ekki er um að ræða heimtöku á innleggi viðkomandi bónda.
Þjónustuslátrun verður miðvikudaginn 28. nóvember. Greitt verður 85% af lægsta verði haustsins fyrir innlegg í þjónustuslátrun. Heimtökublað 2018