Fréttatilkynningin á pdf. formi með 5 ára yfirliti

Ársreikningur 2019 á pdf. formi

• Rekstrartekjur ársins 12.069 m.kr. en 11.571 m.kr. árið 2018
• 78 m.kr. hagnaður á árinu á móti 179 m.kr. árið áður
• EBITDA afkoma var 727 m.kr. en 790 m.kr. árið 2018
• Eigið fé 5.336 m.kr. og eiginfjárhlutfall 54%

Samstæðuársreikningurinn samanstendur af ársreikningi Sláturfélags Suðurlands svf. og dótturfélaga þess, Reykjagarðs hf. og Hollt og gott ehf.

Hagnaður samstæðu Sláturfélags Suðurlands á árinu 2019 var 78 m.kr. skv. rekstarreikningi. Árið áður var 179 m.kr. hagnaður. Lakari afkoma skýrist af verri afkomu dótturfélaga en afkoma þeirra versnaði um 97 m.kr. milli ára. Eigið fé er 5.336 m.kr. og eiginfjárhlutfall samstæðunnar er 54%.

Rekstrartekjur samstæðu Sláturfélags Suðurlands voru 12.069 m.kr. árið 2019, en 11.571 m.kr. árið áður og hækka því um 4%. Aðrar tekjur voru 99 m.kr. en 151 m.kr. árið áður.

Vöru- og umbúðanotkun var 5.651 m.kr. en 5.361 m.kr. árið áður. Launakostnaður var 3.612 m.kr. og hækkaði um tæp 5%, annar rekstrarkostnaður var 2.177 m.kr. og hækkaði um 3%. Afskriftir hækkuðu um 11%. Rekstrarhagnaður án fjármunatekna og fjármagnsgjalda var 253 m.kr., en 360 m.kr. árið áður. Hagnaður fyrir fjármagnsgjöld og afskriftir (EBITDA) var 727 m.kr. en var 790 m.kr. árið áður.

Fjármagnsgjöld umfram fjármunatekjur voru 196 m.kr., en voru 135 m.kr. árið áður. Gengistap var 17 m.kr. samanborið við 3 m.kr. gengishagnað árið áður.

Hlutdeild í afkomu hlutdeildarfélaga var jákvæð um 29 m.kr.

Reiknaður gjaldfærður tekjuskattur er 8 m.kr. en 46 m.kr. árið áður. Hagnaður af rekstri ársins var 78 m.kr. en 179 m.kr. árið áður.

Veltufé frá rekstri án vaxta og skatta var 717 m.kr. árið 2019 samanborið við 787 m.kr. árið 2018. Heildareignir Sláturfélagsins 31. desember 2019 voru 9.880 m.kr. og eiginfjárhlutfall 54%. Veltufjárhlutfall var 2,3 árið 2019, en 2,1 árið áður.

Í upphafi árs innleiddi samstæðan IFRS 16 um leigusamninga og koma áhrifin fram í rekstrar- og efnahagsreikningi.

Fjárfest var á árinu fyrir 359 m.kr. í varanlegum rekstrarfjármunum en 1.057 m.kr. árið áður. Seldar voru eignir fyrir 41 m.kr. Á árinu var fjárfest í fasteignum fyrir 47 m.kr., vélum og tækjabúnaði fyrir 277 m.kr. og bifreiðum 35 m.kr.

Samkvæmt samþykkt aðalfundar félagsins í mars 2019 var í aprílmánuði greiddur 13,26% arður af B-deild stofnsjóðs alls 24 m.kr. og reiknaðir 5% vextir á A-deild stofnsjóðs alls 17 m.kr.

Stjórnin staðfesti endurskoðaðan ársreikning félagsins á stjórnarfundi í dag.

Sláturfélagið er skráð á First North markaðinn hjá NASDAQ OMX. Öll útgefin hlutabréf (B-deild stofnsjóðs) í félaginu verða rafrænt skráð frá og með 17. apríl 2020. Sláturfélagið birtir upplýsingar um afkomu á sex mánaða fresti. Ráðgert er að birta afkomu fyrri árshelmings ársins 2020 þann 20. ágúst 2020.

Aðalfundur
Aðalfundur Sláturfélags Suðurlands verður haldinn föstudaginn 20. mars n.k. Stjórn félagsins mun þar leggja til að greiddur verði 12,66% arður af B-deild stofnsjóðs, þar af verðbótarþáttur 2,66%, alls 22,8 m.kr. eða 0,13 kr. á hvern útgefin hlut og reiknaðir 3% vextir á höfuðstól inneigna í A-deild stofnsjóðs, alls 10,6 m.kr.

Staða og horfur
Fjárhagsstaða Sláturfélagsins er traust með 54% eiginfjárhlutfall og veltufjárhlutfall 2,3. Langtímatímaskuldir í lok árs voru 2.065 m.kr. Næsta árs afborganir eru um 95 m.kr. en lán samstæðunnar eru til langs tíma.

Afkoma Sláturfélagsins versnaði milli ára vegna lakari afkomu dótturfélaga. Gripið hefur verið til hagræðingaraðgerða sem áætlað er að skili sér í bættri afkomu þeirra á árinu 2020.

Þrátt fyrir tæplega 7% samdrátt í kindakjötsframleiðslu á landsvísu jókst sauðfjárinnlegg hjá SS milli ára sem hafði jákvæð áhrif á rekstur afurðahluta félagsins. Gert er ráð fyrir að kindakjötsframleiðsla dragist enn frekar saman á árinu 2020 og aðlagist betur að innanlandsmarkaði. Gert er ráð fyrir áframhaldandi neikvæðum áhrifum af nýjum EB tollasamningi, sérstaklega vegna opnunar fyrir ferskt erlent kjöt.

Kjötiðnaður félagsins stendur traustum fótum og afkoma batnaði á árinu. Á árinu var fjárfest í nýjum vélbúnaði til að auka enn frekar hagkvæmni matvælaframleiðslunnar. Ímynd félagsins á markaði er góð og staða lykilvörumerkja sterk sem treystir grundvöll fyrir áframhaldandi uppbyggingu félagsins sem leiðandi aðila á kjötmarkaði.

Innflutningshluti félagsins gekk vel á árinu. Góð tækifæri eru til frekari vaxtar enda félagið í samstarfi við leiðandi aðila á sínu sviði.

Fjárhagsdagatal
Aðalfundur 2020 20. mars 2020
Janúar – júní 2020 uppgjör 20. ágúst 2020
Júlí – desember 2020 uppgjör 18. febrúar 2021
Aðalfundur 2021 19. mars 2021

Frekari upplýsingar veitir:

Steinþór Skúlason, forstjóri í síma 575 6000 – steinthor@ss.is
Hjalti H. Hjaltason, fjármálastjóri í síma 575 6000 – hjalti@ss.is