
Það eru ekki allir sem vita að Halldór er mikill íþróttamaður og stundar kraftlyftingar af kappi.
Halldór fer um næstu helgi til Tékklands og keppir þar í heimsmeistaramóti öldunga í kraftlyftingum en Halldór er nýorðinn fimmtugur þó hann beri það ekki með sér.
Það er heiður fyrir SS að hafa afreksmann í okkar hópi sem auk þess stendur sig mjög vel í vinnu. Sláturfélagið ákvað því að styrkja Halldór myndarlega til ferðarinnar og óskum við honum öll góðs gengis.