SS hefur ákveðið að hækka verðskrá fyrir innlagt dilkakjöt um 18% frá fyrra ári og fullorðið um 12%. Eins og áður eru töluverðar yfirborganir í upphafi sláturtíðar en til að mynda er 15% yfirborgun í fyrstu sláturviku. Slátrun hefst 6. september n.k.
Allt innlegg verður staðgreitt eins og verið hefur.
Stjórn SS hefur ákveðið að greiða 5% viðbót á allt afurðainnlegg ársins 2023, jafnt sauðfé sem aðrar afurðir. Viðbótin verður greidd í tvennu lagi. Greidd verður 5% viðbót á allt stórgripainnlegg á tímabilinu janúar – júní hinn 21. júlí næstkomandi og síðan 5% viðbót á allt stórgripainnlegg júlí – desember og á allt sauðfjárinnlegg haustsins hinn 19. janúar 2024. Með þessum hætti er félagið að skila bændum ávinningi af sterkri stöðu SS en stefna félagsins er að greiða samkeppnishæft verð og skila hluta af rekstrarhagnaði sem viðbót á afurðaverð.
Nánari upplýsingar um verðskrá, greiðslutíma, heimtöku og aðra þætti sem lúta að sauðfjárslátrun er að finna hér.