
Framan af þessu fyrsta ári var í mörg horn að líta og aðlaga þurfti starfsemi deildarinnar þeirri starfsemi og starfsháttum sem ríkja á Hvolsvelli. Söludeild þurfti að taka tillit til breytinga og sömuleiðis þurfti að koma flutningum á vörum að austan og dreifingu með Flytjanda í fastar skorður.
Heilt yfir hefur þessi breyting tekist vel og skilað okkur öllum fram á við í þeirri viðleitni sem við höfum, þ.e. að vera í öllu tilliti fremst fyrir bragðið. Fremst í framleiðslu, sölu, dreifingu og þjónustu þar sem upplifun og staðreynd viðskiptavinarins er að viðskiptum hans sé best varið hjá okkur.
Öllum er óskað til hamingju með áfangann og jákvæðni og vilja samstarfsfólks til að láta hlutina ganga upp. Við horfum áfram fram á veginn og gerum betur á morgun en í dag.
Þeir voru glaðbeittir með kökuna sína félagarnir úr Afgreiðsludeildinni þeir Róbert og Hjálmar. Á bak við glittir í Sebastian, en allir fluttu þeir með deildinni austur.