Í ljósi breyttra aðstæðna á markaði og fækkunar sauðfjársláturhúsa hefur SS ákveðið að lengja sláturtíð haustið 2019 um 3 sláturdaga og bjóða nýjum innleggjendum á félagssvæði SS upp á að sækja um innleggsviðskipti með sama rétti og þeir sem fyrir eru.
Áætlað er að auka innlegg sem nemur um 8-10 þúsund kindum.
Ef sótt verður um heildaraukningu sem er umfram þennan fjölda þá verður magninu skipt niður en þó þannig að ekki verða sótt færri en 100 stk að jafnaði til nýs innleggjanda.
Þess er óskað að óskir berist félaginu með tölvupósti til sindrig@ss.is fyrir 1. mars 2019 en þá verður unnið úr umsóknum.
Eftirfarandi er yfirlit um sláturtíma og yfirborganir en verðið sjálft verður ákveðið er nær dregur sláturtíð. Stefna SS er að greiða samkeppnishæft afurðaverð og er vel gengur að miðla hluta af rekstrarafgangi til bænda í formi viðbótar á afurðaverð.