SS hefur ákveðið að gera breytingar á afurðarverði ungneytakjöts.

Það er mikilvægt að verðlagning hvetji til framleiðslu á gæðakjöti til að innlend framleiðsla standist samanburð við aukinn innflutning.

Í því skyni eru eftirfarandi breytingar gerðar.

Ungneyti í betri matsflokkum (O og betra) í þyngd yfir 260 kg eru hækkuð í verði.

Ungneyti í lökustu matsflokkunum P- til O- eru lækkuð í öllum þyngdarflokkum.

Allir flokkar ungneyta undir 200 kg eru lækkaðir.

Breytingarnar taka gildi 30.ágúst nk.

Hér má sjá nýja verðskrá

https://www.ss.is/wp-content/uploads/2021/08/Ungneyti-30082021.pdf