Dagskrá og tillögur á PDF formi fyrir aðalfund 2025
Aðalfundur Sláturfélags Suðurlands svf. verður haldinn föstudaginn 21. mars 2025 á Goðalandi Fljótshlíð og hefst kl. 15:00.
Dagskrá:
- Setning aðalfundar, kosning starfsmanna fundarins og könnun á mætingu fulltrúa.
- Skýrsla stjórnar félagsins.
- Starfsemi félagsins á liðnu ári.
- Ársreikningur félagsins fyrir liðið starfsár skýrður.
- Skýrsla skoðunarmanna.
- Tillaga stjórnar um vexti af stofnsjóði og greiðslu arðs.
- Umræður um skýrslu stjórnar, skýrslu um starfsemi félagsins, ársreikning og tillögu um vexti og arð af stofnsjóði.
- Afgreiðsla ársreiknings og tillagna um vexti og arð af stofnsjóði.
- Kosin stjórn félagsins.
- Kosning endurskoðenda og skoðunarmanna.
- Ákvörðun um þóknun stjórnar, skoðunarmanna og greiðslur til fulltrúa.
- Umræður og atkvæðagreiðsla um önnur mál, löglega upp borin.
Tillögur frá félagsaðilum sem bera á fram á aðalfundi þurfa að vera komnar skriflega í hendur stjórnarinnar eigi síðar en 14 dögum fyrir aðalfund. Framboð til stjórnar og varastjórnar skal hafa borist skriflega í hendur stjórnarinnar eigi síðar en þremur vikum fyrir aðalfund í samræmi við 2. mgr. 27. gr. samþykkta félagsins.
Liður 6 í dagskrá: Tillaga stjórnar um vexti af stofnsjóði og greiðslu arðs.
Stjórn Sláturfélags Suðurlands svf. leggur til við aðalfund að greiddur verði 14,77% arður af B-deild stofnsjóðs, þar af er verðbótaþáttur 4,77% skv. 1. mgr. 14. gr. samþykkta félagsins, alls kr. 29.530.179,- eða 0,1477 kr. á hvern útgefin hlut. Jafnframt að reiknaðir verði 14,77% vextir á höfuðstól inneigna í A-deild stofnsjóðs, alls kr. 64.063.952,- Arðleysisdagur er 24. mars og arðréttindadagur er 25. mars. Greiðsludagur arðs er 28. mars n.k.
Reykjavík, 18. febrúar 2025.
Stjórn Sláturfélags Suðurlands svf.