Tillaga fyrir aðalfund Sláturfélags Suðurlands svf.  17. mars 2017

 

Eftirfarandi tillaga hefur borist stjórn Sláturfélags Suðurlands:

 

Aðalfundur Sláturfélags Suðurlands haldinn á Goðalandi í Fljótshlíð 17. mars 2017, samþykkir að  stjórn Sláturfélags Suðurlands taki það til skoðunar að ráða sölu- og markaðsstjóra í fullt starf sem verði jafnframt hluti af yfirstjórn félagsins.

 

Ágúst Guðjónsson, Ágúst Ingi Ketilsson, Bjarni Másson, Ingvar Hjálmarsson, Reynir Þór Jónsson, Trausti Hjálmarsson.

 

Greinargerð:
Það er ljóst að aðstæður á íslenskum kjötmarkaði munu verða mjög krefjandi á komandi árum.  Nýr EB tollasamningur mun taka gildi sumarið 2017 sem mun hafa í för með sér aukin innflutning á kjötvörum.  Það er því aldrei mikilvægara en nú að félagið haldi uppi öflugu sölu- og markaðsstarfi til að verja sína stöðu og jafnframt sækja fram á markaði.   Sölu- og markaðsstjórastarfið er nú á hendi forstjóra félagsins og ætti þessi breyting að gefa honum meira ráðrúm til að veita félaginu skapandi forystu.

 

 

Aðalfundur Sláturfélags Suðurlands verður haldinn 17. mars 2017 að Goðalandi, Fljótshlíð kl. 15:00.

 

 

Reykjavík, 3. mars 2017.

Sláturfélag Suðurlands svf.

Hjalti H. Hjaltason, fjármálastjóri – sími: 575 6000 – hjalti@ss.is

 

Framkomin tillaga fyrir aðalfund SS 17. mars 2017