Fréttabréf 18. ágúst á pdf formi.
Allt sauðfjárinnlegg haustsins verður staðgreitt en enginn annar sláturleyfishafi hefur áður boðið sauðfjárbændum slíkan kost. Greitt verður 2% hærra verð fyrir dilkaflokka en viðmiðunarverð Landsamtaka sauðfjárbænda segir til um. Flutningskostnaður að sláturhúsi felldur niður og andvirði gæru og sláturs er inni í kjötverðinu. Greiddar verða 220 kr/kg fyrir alla útflutningsskyldu óháð sláturtíma. Þetta og margt fleira er komið inn á í nýju fréttabréfi.