Fréttabréf 21. janúar 2008 á pdf. formi

Fyrir hönd Sláturfélagsins vil ég óska bændum
velfarnaðar á nýju ári og þakka viðskiptin á því liðna.
 
Við erum á miklum óvissutímum. Staðan í
efnahagsmálum Íslands og fjármálum heimsins er mjög
óviss. Næsta víst er að á Íslandi erum við á leið inn í
efnahagslega niðursveiflu. Dýpt hennar ræðst af
fjöldamörgum þáttum þar á meðal stefnu ríkisvaldsins,
fjármálum heimsins og kjarasamningum.