Fréttabréf 30. október 2007 á pdf. formi
Stjórn Sláturfélagsins hefur samþykkt tillögu um flutning á vöruafgreiðslu félagsins frá Fosshálsi í Reykjavík til Hvolsvallar. Samhliða verður byggt nýtt frystihús á Hvolsvelli við austurenda kjötvinnslunnar og flæði hráefnis í gegnum vinnsluna komið í hagkvæmara horf. Gamla frystihúsið, sem þarfnaðist mikils viðhalds til að nota mætti það áfram sem frystigeymslu, nýtist með litlum breytingum undir kælilager og vöruafgreiðslu.