Í fréttabréfinu kemur fram að afköst sauðfjársláturtíðar 2024 hafi verið svipuð og í fyrra. Vel gekk að manna starfsemina en alltaf er áskorun að þjálfa margt nýtt fólk í byrjun. Í haust var slátrað 85.023 dilkum og 8.484 fullorðnu fé, samtals 93.507 kindum sem er fækkun um 4,3% frá fyrra ári. Sláturtíð var stytt um þrjá daga en þrátt fyrir það hefði nýting sláturgetunnar mátt vera betri í annarri og þriðju sláturviku.

Fram kemur að verð á Yara áburði mun lækka milli vertíða um 5%. Áburður er einn stærsti kostnaðarliður bænda og verðlækkun því mjög jákvæð. Verð getur breyst ef forsendur breytast og eru bændur því hvattir til að tryggja sér áburð á lækkuðu verði sem fyrst.

Fjallað er um útflutningsmál haustsins. Ýmiss kostnaður hefur hækkað og íslenska krónan hefur heldur styrkst.

Óvissa er um sláturáætlun 2025 vegna hugsanlegrar fækkunar sláturhúsa á Norðurlandi og þar af leiðandi aukna þörf á slátrun.

Einnig farið yfir þá ákvörðun SS að hætta í haust að kalóna vambir til sölu. Í fréttabréfinu er auk þess umfjöllun um fjölmörg önnur áhugaverð mál.

Fréttabréf SS – 2. tbl. 2024 á pdf. formi.