Fréttabréf SS er endurvakið á nýju formi og er nú rafrænt í samræmi við umhverfisstefnu félagsins. Í fréttabréfinu verður miðlað upplýsingum um starfsemi félagsins og stöðuna á kjötmarkaði.
Að þessu sinni er umfjöllun um kostnað afurðastöðva, afurðaverð og mikilvægi hagræðingar í greininni. Einnig hvort stefna eigi að hærri fallþyngd dilka með nýtingu fóðurkáls fyrr en venja hefur verið. Fjallað er um stöðuna á kjötmarkaði, fjárfestingar í vélbúnaði, umhverfismál, búvörudeild, vöruþróun og nýjar vörur.