Umfjöllun er að þessu sinni um skipulagningu sauðfjárslátrunar en Sverrir Gíslason, Kirkjubæjarklaustri II hefur tekið að sér að skipuleggja sauðfjárinnlegg í haust. Einnig er velt upp hvort verðhlutföll dilka í EUROP matskerfinu séu að hvetja nægjanlega til framleiðslu á þeirri vöru sem hentar best á markaðnum. Fjallað er um álag á þyngri dilka en í síðasta fréttabréfi var varpað fram þeirri hugmynd að hagræðing gæti verið af því að auka meðal fallþyngd dilka. Farið er yfir stöðuna á kjötmarkaðnum en sala á dilkakjöti hefur verið að þróast með jákvæðum hætti síðustu mánuði.
Matarstræti, sameiginleg vefgátt fyrir sölu á vörum þeirra félaga sem mynda samstæðu SS er kynnt en með þessum hætti er boðið upp á aukin þægindi í viðskiptum við félagið. Að þessu sinni er kynning á Heiðari Jónssyni bílstjóra sem hefur starfað í rúm 20 ár hjá SS auk kynningar á nýjum vörum.