Fréttabréf SS er komið út. Í fréttabréfinu er m.a. fjallað um breytingar sem gerðar voru á starfsstöðinni á Selfossi en nú er að fullu lokið við breytingar á viðbyggingu við frystihúsið sem breytir til hins betra vinnslu á kjöti yfir sláturtíðina. Umræða hefur verið um stöðu landbúnarins í dag og þróun hans til framtíðar en mikið hefur borið á áróðri gegn landbúnaðnum sem hefur neikvæð áhrif og skaðar bændur. Einnig er í fréttabréfinu komið inn á verðþróun kjöttegunda til bænda.
Ítarlega er fjallað um haustslátrun sauðfjár og stöðuna í stórgripaslátrun en skortur hefur verið á nautgripum sem leitt hefur til vaxandi innflutnings á nautgripakjöti. Sala á búrekstrarvörum hefur gengið vel auk þess sem í fréttabréfinu eru kynntar nokkrar af nýjustu vörum félagsins.
Fréttabréf SS – september 2014 – pdf.