Í fréttabréfinu er fjallað um afkomu félagsins á fyrri árshelmingi 2015 en afkoma félagsins var góð þrátt fyrir neikvæð áhrif verkfalla á afkomu samstæðunnar.
SS hyggst byggja 1500 fermetra vöruhús undir Yara áburð í Þorlákshöfn en að því loknu verður félagið með 3500 fermetra vöruhús undir áburð á lóð félagsins í Þorlákshöfn.
Kynntar eru breytingar í slátrun og vinnslu afuða á Selfossi en sífellt er þörf á breytingu á aðstöðu og búnaði til að mæta þörfum bænda, starfsmanna og kaupendum afurðanna. Í fréttabréfinu eru einnig myndir frá síðustu sláturtíð á Selfossi.
Í fréttabréfinu er komið inn á þróun afurðaverðs eftir tegundum frá árinu 2002 og fyrirkomulagi á slátrun og verðlagningu því tengdu. Einnig fjallað um nautgripaeldi og söluþróun. Í lokin eru upplýsingar um nýjar vörur.