Í fréttabréfinu er fjallað um umræðu um landbúnað og búvörusamninga sem oft tekur ekki tillit til þess að landbúnaðar skapar verðmæti sem mælast í mörgu fleiru en verði á kjöti og mjólk.
Fjallað er um erfiða stöðu sauðfjárræktar og haustsláturtíð.
Sýnd er þróun afurðarverðs til bænda frá árinu 2002 og komið inn á nautakjötmarkað og gæðamál.
Að lokum er yfirlit yfir glæsilegan árangur fagmanna SS í Fagkeppni Meistarafélags kjötiðnaðarmanna og nýjungar frá SS.