Á hverju sumri tekur landinn fram grillgræjurnar, hvort sem sólin lætur sjá sig mikið eða lítið, enda fylgir því alltaf ákveðin stemmning að grilla.

Af því tilefni ætlum við hjá SS í laufléttan og sumarlegan grillleik.  Við gerum það einnig til að vekja athygli á nýju umbúðunum okkar sem auðveldara er að opna.

Leikurinn fer þannig fram að þátttakendur geta sent flottar myndir sem tengjast SS grillkjötinu (fólk t.d. að grilla það eða borða) á netfangið grill@ss.is eða til okkar upp á Fossháls 1, 110 Reykjavík. 

Tvær flottustu myndirnar í hverri viku verða síðan valdar og verðlaunaðar og valið tilkynnt á Bylgjunni á fimmtudögum og myndirnar birtar í Fréttablaðinu á föstudögum.

Nöfn þeirra sem hljóta aðalvinningana verða birt í Fréttablaðinu en nöfn annarra á okkar vef, ss.is.  Við birtum nöfn nýrra vinningshafa á hverjum fimmtudegi.

Allir vinningar verða afhentir að Fosshálsi 1, alla virka daga, milli kl. 16 og 18. 

SS GRILLKJÖT – SUMARLEIKUR – VINNINGASKRÁ

Tíu Focus grill.  Þetta er án efa eitt öflugasta grillið á markaðnum í dag.  Með því fylgja vönduð grilláhöld og að sjálfsögðu alvöru grillveisla frá SS.

Eitt þúsund SS grillsvuntur.

Samtals vinningar að verðmæti um 1,5 milljónir króna.

VERTU MEÐ FRÁ UPPHAFI – EKKI LÁTA GRILLA ÞIG!

Með grillkveðju,

Starfsfólk SS