Hefðbundinni sauðfjársláturtíð er lokið og héðan í frá verður slátrað einn dag í viku á Selfossi fram í miðjan desember. Sláturfjöldi er núna kominn í 104. 500 stk. og endar trúlega í 108 þúsund þegar kemur fram í desember.
Slátrunin hefur gengið mjög vel og er þar mest að þakka frábæru starfsfólki sem unnið hefur störf sín af einstakri gleði og trúmennsku.
Búið er að ákveða verð á gærum en greitt verður 61 kr/stk fyrir lambsgærur og ekkert fyrir ærgærur. Mjög lágt verð er á gærumörkuðum um þessar mundir og sala hefur gengið treglega, nánari upplýsingar er að finna undir upplýsingum um afurðaverð.