Þeir tóku þátt í heilsuvikunni með því að bjóða upp á heilsufarsmælingar fyrir allt starfsfólk auk þess sem allur matur í mötuneytinu var settur fram með næringargildisútreikningum, til þess að fólk gæti glöggvað sig á orkunni sem það væri að innbyrða.

Einnig var boðið til sölu ávaxtaboost í kaffihléum og ferskir og þurrkaðir ávextir voru einnig á boðstólum.

Þetta mæltist vel fyrir hjá starfsfólki og því var brugðið á það ráð að halda áfram með boostdrykkina og ávextina í morgunkaffinu og síðdegiskaffinu eftir að heilsuvikunni lauk. Kökusneiðarnar í síðdegiskaffinu voru minnkaðar og fleiri nýjungar eru í bígerð.

Einnig er búið að stofna gönguhóp sem stendur fyrir vikulegum göngutúrum og einu sinni í mánuði á að fara í lengri göngutúra. Búið er að ganga á Hvolsfjall, Tumastaða- og Tunguskóg og Sólheimahringinn.

starfsfolk_sudurlandi