Sláturfélag Suðurlands svf. hefur ákveðið að öll útgefin hlutabréf (B-deild stofnsjóðs) í félaginu verði rafrænt skráð frá og með 17. apríl 2020. Frá þeim tíma eru hin áþreifanlegu hlutabréf í félaginu ógild. Sjá meðfylgjandi auglýsingu „Innköllun hlutabréfa“ sem hefur verið birt í Lögbirtingablaðinu og auglýst í dagblöðum.
Svo unnt sé að skrá bréfin rafrænt þarf hluthafi að eiga vörslureikning hjá fjármálastofnun sem er aðili að Nasdaq verðbréfamiðstöð hf. Það er nauðsynlegt til þess að eiga viðskipti með bréfin og taka við argreiðslum, en arður verður einungis greiddur í gegnum kerfi Nasdaq verðbréfamiðstöðvar hf. eftir að bréfin hafa verið rafrænt skráð.
Leiðbeiningar til hluthafa :
.
- Tilkynna þarf til hluthafaskrár SS hjá hvaða fjármálafyrirtæki hluthafi á vörslureikning.
Senda skal tölvupóst á netfangið hluthafaskrass@ss.is
. - Opnun vörslureiknings. Ef hluthafi á ekki vörslureikning hjá fjármálastofnun, t.d. verðbréfaþjónustu í viðskiptabanka sínum, er hægt að opna slíkan reikning í netbanka og/eða með því að mæta í næsta útibú síns viðskiptabanka.
Leiðbeiningar vegna dánarbúa :
.
- Dánarbú. Ef skráður eigandi er látinn þarf að koma eignarhaldinu á réttan erfingja/eiganda. *
Tilkynningu um breytt eignarhald skal senda til hluthafaskrár SS á netfangið hluthafaskrass@ss.is.Afrit af „Leyfi til setu í óskiptu búi“ eða „Umboð/heimild til að ráðstafa eða skipta búi“ þarf að fylgja með tilkynningu. Í kjölfarið þarf að opna vörslureikning samanber hér að ofan.
*Eftir að hlutabréfin voru rafrænt skráð þann 20. apríl 2020 – sjá fréttatilkynningu – þá verða allar breytingar á eignarhaldi að fara í gegnum Nasdaq verðbréfamiðstöð sem veitir nánari upplýsingar.
Kaup og sala hlutabréfa
Verðbréfadeildir banka og fleiri aðilar sjá um kaup og sölu hlutabréfa. Þjónustufulltrúar í bönkum veita upplýsingar og aðstoð.
Fyrirspurnir er hægt að senda á hluthafaskrass@ss.is.