Gómsætar Jólavörur

SS bíður upp á ómissandi sælkeravörur sem hafa notið mikilla vinsælda og hæfa jóla-og áramótahlaðborðinu afskaplega vel. Má þar nefna svið en sumir halda í gamlar hefðir og hafa þau á áramótum ár hvert. Léttreyktur lambahryggur er líka afar ljúffengur og skemmtileg tilbreyting.

xmas_image_4

Léttreyktur lambahryggur

Eldunarleiðbeiningar: Sjóðið hrygginn í 35–40 mínútur í potti og setjið því næst á fat. Smyrjið hrygginn með gljáa og bakið við 180 °C í 30 mínútur og penslið með gljáanum nokkrum sinnum á meðan.

Gljái: 100 g púðursykur, 2 msk. Dijon- sinnep, 1msk., hunang, 1⁄2 egg. Öllu hrært saman.

Meðlæti er mikilvægur þáttur í jólamáltíðinni og hérna er nokkrar góðar og einfaldar uppskriftir sem henta sérlega vel með hátíðarkjötinu.

Rauðkál í sætum félagsskap:
Meðlæti fyrir 6-8.
2-3 msk smjör eða olía
½ kg. Rauðkál, fínt sneitt
1 epli, kjarnhreinsað og skorið í bita.
1 dl balsamedik eða sjérríedik
1-2 msk púðursykur
Salt og pipar
1 granatepli.
Hitið smör eða olíu í potti. Steikið rauðkál þar til það er farið að mýkjast. Bætið eplum út í og steikið aðeins áfram. Setjið rauðrófusafa, balsamedik, pýðursykur, salt og pipar út í. Lækkið hitann og látið malla í 20 mín. Bætið granteplakjörnum saman við rétt áður en maturinn er borinn fram.

Bakað, blandað rótargrænmeti og kartöflur með rósmaríni og hvítlauk:
Fyrir 6-7.
500g blandað rótargræmeti, skrælt og skorið í bita. Til dæmis gulrætur, sellerírót, steinseljurót og hvítkál eða annað eftir smekk.
250 g kartöflur með hýði, skornar í bita
250 g sætar kartöflur, skrældar og skornar í teninga.
1 dl olía
1 heill hvítlaukur, geirar teknir í sundur en hafðir í hýðinu.
3-5 greinar ferskt rósmarín eða 1 msk.
Þurrkað salt og nýmalaður pipar eða aðrar jurtir eftir smekk til dæmis tímían eða óreganó. Setjið allt í stóra skál og blandið vel saman. Færið í ofnskúffu og bakið vð 200 C í 20-30 mín. Snúið grænmetinu 2-3 sinnum á meðan bakað er. Passar vel með öllu kjöti.

Rauðlauks-compot:
2-3 rauðlaukar skornir í sneiðar.
2 msk. olía
3-4 msk. sykur
1 tsk tímían eða 2 greinar
3 x lárviðarlauf
4 msk. berjaedik eða balsamedik
2 dl. rauðvín
Salt og nýmalaður pipar
1 x kanilstöng.
Látið lauk krauma í olíu á pönnu í 2-3 mín en gætið þess vel að hann brenni ekki. Bætið þá sykri á pönnuna og látið krauma í 3. mín. Án þess að hann brenni. Bætið afganginum af hráefnunum út í
og látið sjóða niður um 3/4.

Kanilstöng á að sjóða heil með.
Brúnkál
6-8 msk. sykur
2 msk. sítrónusafi
40 g smjör
1 kg hvítkál og skorið í strimla
1 tsk. salt.

Setjið sykur og sítrónusafa í pott og hrærið vel saman. Færið pottinn á heita hellu og brúnið sykurinn. Hrærið reglulega í sykrinum sem sleif. Þegar sykurinn er orðinn gullinbrúnn er smörinu bætt í pottinn og hrært vel saman. Bætið þá hvítkáli og salti í pottinn og sjóðið við vægan hita í 45 mín. Fer vel með reyktu, söltu og nýju kjöti.

Sætkryddaðar gulrætur:
Meðlæti fyrir 4-6
500 g gulrætur
2dl appelsínusafi
5cm bútur engiferrót, afhýdd og skorin í skífur
1 msk. kóríanderfræ eða fennelfræ
Salt og pipar.

Afhýðið gulrætur og skerið í fernt eftir endilöngu. Setjið þær í pott ásamt appesínusafa, engiferrót, kóríanderfræjum, salti og pipar. Hleypið suðunni upp og látið síðan pottinn standa í 10 mín.
Setjið pottinn aftur á helluna og hleypið suðunni upp á ný.

Þrettándi var Kertasníkir,
þá var tíðin köld,
ef ekki kom hann síðastur
á aðfangadagskvöld.

side_bottom_bar