Markaðsaðstæður fyrir afsetningu hrossakjöts eru mjög erfiðar. Rússland og tengd lönd hafa verið helstu markaðir fyrir hrossakjöt sem ekki selst ferskt eða frosið innanlands eða í Evrópu. Innflutningsbann til Rússlands hefur leitt til birgðasöfnunar á hrossakjöti. Af þessum sökum lækkar verð til bænda á hrossakjöti frá og með 9. nóvember 2015.
Þrátt fyrir óvissu um afsetningu hrossaafurða verður vikuleg slátrun með eðlilegum hætti til að koma til móts við þörf bænda til að losna við hross.