Nautgripir – afurðaverð

Nautgripir – afurðaverð skv. nýju EUROP kjötmati

Verðskrá gildir frá 15. júlí 2024. Með fyrirvara um prentvillur.

Verð á heimtöku-, flutnings-, móttöku- og úrbeiningargjaldi gildir frá 01. febrúar 2025.

Viðbót á afurðaverð : Greidd er 8% viðbót á allt nautgripainnlegg ofan á gildandi verðskrá frá 1. apríl 2024. Greidd var 5% viðbót á nautgripainnlegg frá byrjun janúar til loka mars 2024.

Fjárhæðir án vsk. Húðir og innmatur er innifalið í kjötverði og gengur upp í hluta sláturkostnaðar ef um heimtöku er að ræða.

Greiðslutími :  Nautgripir staðgreiddir föstudag eftir innleggsviku.

Flutningsgjald : Innheimt er flutningsgjald að sláturhúsi 24 kr/kg. Lágmarksgjald m.v. 100 kg og hámarksgjald m.v. 2.000 kg.

Heimtaka : Heimtökugjald á nautgripum er 208 kr/kg. Einnig í boði úrbeining og pökkun á 263 kr/kg.
Innifalið í því er hefðbundin vinnsla: Úrbeinað í vöðva (File, lund, ribeye, innralæri, ytralæri, læristunga, klumpur, bógur), gúllas (700 gr) og hakk (700gr). Vöðvar merktir og gúllas, hakk ómerkt.
Hamborgarar: 35 kr/stk. 120 gr. eða 140 gr. úr eigin kjöti
Sérmerking/sérpökkun 53 kr/kg (Merking á hakki og gúllasi eða pakkað í minni einingar)
Sérvinnsla: 158 kr/kg. (Sem bætist á það magn sem fer í sérvinnslu. Sbr. Sögun í t-bone, kótilettur, osso bucco eða tomahawk og snitsel.

Heimtökublað

Móttökugjald : Nautgripir 893 kr/stk.

A-stofnsjóður Í A-stofnsjóð er innheimt 0,6% af andvirði afurða. A-stofnsjóðsinneign er eign félagsmanns og fellur til útborgunar í samræmi við ákvæði samþykkta félagsins.

Verðskerðing 5% á gripum sem hafa hærra pH gildi en 6,0 við mælingu í kjötsal daginn eftir slátrun.

Ungneyti – Ný verðtafla gildir frá 15. júlí 2024

Ungar kýr – Ný verðtafla gildir frá 15. júlí 2024

Kýr – Ný verðtafla gildir frá 15. júlí 2024

Naut – Ný verðtafla gildir frá 15. júlí 2024

Kálfar – Ný verðtafla gildir frá 15. júlí 2024