Eftirfarandi tillögur voru samþykktar á aðalfundi
Sláturfélags Suðurlands svf., 31. mars 2006.
1. Arður af B-deild stofnsjóðs og vextir af A-deild stofnsjóðs
Stjórn Sláturfélags Suðurlands svf. leggur til við aðalfund að greiddur verði 14,5% arður af B-deild stofnsjóðs, alls 26 milljónir króna og reiknaðir 14,5% vextir á höfuðstól inneigna í A-deild stofnsjóðs, alls 30 milljónir. Réttur til arðs miðast við lok aðalfundardags. Greiðsludagur arðs er 28. apríl n.k.
2. Tillaga um breytingu á 1. mgr. 16. gr. samþykkta félagsins
Stjórn Sláturfélags Suðurlands svf. leggur til við aðalfund að 1. mgr. 16. gr. samþykktanna verði svohljóðandi:
Félagssvæðið skiptist í deildir. Hvert sveitarfélag er ein deild. Þó getur aðalfundur leyft aðra deildarskipun. Deildir félagsins skulu halda ársfundi sína 2 vikum fyrir aðalfund ár hvert og skal þá kosinn deildarstjóri til eins árs í senn og annar til vara. Deildarstjóri er sjálfkjörinn fulltrúi deildar sinnar á fundum félagsins, án tillits til fjölda félagsmanna í deildinni miðað við, að hann komi fyrir fyrstu 10 virka innleggendur, 2 fulltrúar fyrir deild, sem hefur 11-20 virka innleggjendur, 3 fulltrúar fyrir þær, sem hafa 21-30 og svo framvegis. Virkur innleggjandi er félagsmaður sem hefur lagt inn afurðir til félagsins að andvirði meira en 70 þkr. á liðnu ári. Viðmiðunarupphæð breytist með neysluvísitölu frá desember 2005. Félagsmenn sem verða fyrir niðurskurði búfjár vegna sjúkdóma, skulu teljast virkir innleggjendur áfram þó þeir nái ekki tilsettri viðmiðunarupphæð í innleggi fyrstu 4 árin eftir niðurskurð.
3. Tillaga um sameiningu deilda
Stjórn Sláturfélags Suðurlands svf. leggur til við aðalfund að sameinaðar verði deildir og að heiti hinna sameinuðu deilda verði eftirfarandi:
Deildir sem verða sameinaðar: Ný deildarheiti:
Álftaversdeild og Meðallandsdeild Álftavers- og Meðallandsdeild
Fljótshlíðardeild og Hvolshreppsdeild Fljótshlíðar- og Hvolshreppsdeild
Holtadeild og Landmannadeild Holta- og Landmannadeild
Ásadeild og Djúpárdeild Ása- og Djúpárdeild
Stokkseyrardeild og Sandvíkurdeild Árborgardeild
Kjalarnes- og Mosfellsdeild og Kjósardeild Kjósardeild
Hvalfjarðarstrandardeild, Leirár- og Hvalfjarðardeild
Meladeild, Akranes- og Skilmannadeild
4. Kosning stjórnar
Stjórn félagsins eftir kosningar skipa eftirtaldir:
Aðalmenn:
Jónas Jónsson, stjórnarformaður, kt. 221139-4109
Hallfreður Vilhjálmsson, varaformaður, kt. 031259-4449
Sigurlaug Jónsdóttir, ritari, kt. 170657-2099
Aðalsteinn Guðmundsson, kt. 010552-2069
Hreiðar Grímsson, kt. 091236-3899
Til vara:
Kristinn Jónsson, kt. 020460-3939
Brynjólfur Ottesen, kt. 240860-2609
Ólafur Þorsteinn Gunnarsson, kt. 021065-2939
Björn Harðarson, kt. 011059-3769
Guðmundur Jónsson, kt. 280852-2879
5. Kosning skoðunarmanna og endurskoðenda.
Löggiltur endurskoðandi:
Deloitte hf., Stórhöfða 23, 110 Reykjavík.
Arnór Eggertsson, löggiltur endurskoðandi og Halldór Arason, löggiltur endurskoðandi.
Skoðunarmenn:
Aðalmenn:
Arnór Karlsson, kt. 090735-3659
Kristján Mikkelsen, kt. 110250-7119
Varaskoðunarmenn:
Haraldur Sveinsson, kt. 150941-3859
Sveinbjörn Jónsson, kt. 240757-7969
6. Laun stjórnar og skoðunarmanna.
Stjórnarformaður kr. 862.000,- á ári.
Meðstjórnendur kr. 431.000,- á ári.
Skoðunarmenn kr. 112.000,- á ári.