Gamaldags kæfa, “eins og amma gerði hana” hefur nú verið sett á markað. Kæfan er löguð á hefðbundinn hátt en lítið unnin og þess vegna er hún gróf. Hún er sérlega mjúk og einstaklega bragðgóð. Kæfan er unnin úr kindakjöti og er sannkallað lostæti fyrir þá sem hrifnir eru af heimalagaðri kæfu. Hún er að sjálfsögðu tilvalin á brauðið en við mælum með því að hún sé einnig prófuð á kex og ristað brauð. Þetta er kæfa sem allir ættu að smakka. Hún fæst nú í öllum helstu matvöruverslunum.