Í flokki 1944 fiskrétta lítur nú dagsins ljós glænýr réttur, plokkfiskur, en hann er einn af vinsælustu fiskréttum þjóðarinnar. Bæði ungir sem aldnir gæða sér reglulega á plokkfiski með góðri lyst og hentar þessi réttur öllum sem kjósa holla og umfram allt góða fiskrétti!
Þessi gómsæti réttur inniheldur íslenska ýsu og er hann lagaður á hefðbundinn hátt. Þá er hann bragðbættur með sætri lauksósu. Tilvalið er að skera agúrku og tómata niður í sneiðar og bera fram með réttinum ásamt nýju rúgbrauði.
1944 fiskréttina færðu í öllum helstu matvöruverslunum og þú þekkir þá á bláa litnum á umbúðunum.
