Á markað er komin frábær nýjung úr smiðju kjötmeistara Sláturfélags Suðurlands, en það er áleggstegund sem ber heitið Nautarúlla. Nautarúllan er unnin úr nautakjöti og rúlluð upp með spekkrönd á milli áður en hún er soðin og reykt. Vegna reyksins minnir bragðið eilítið á hangikjöt en nautarúllan er mun mildari og mýkri undir tönn. Þetta álegg er sérstaklega spennandi nýjung og eykur fjölbreytnina í nestisboxum og á hlaðborðum landsins svo ekki sé nú talað um ofan á snitturnar.
Nautarúllan fæst í öllum helstu matvöruverslunum landsins. Neytendur eru hvattir til þess að prófa þessa skemmtilegu nýjung, hún kemur verulega á óvart.